Leiðarlýsing
Vegalengd
33,1 km
Hækkun/lækkun
546/720 m
Undirlag
Möl og malbik
Leiðin
Þessi hluti langleiðarinnar er mestmegnis eftir línuveginum, grófum malarvegi með nokkrum ám sem þarf að vaða, þarf af einni með grófum botni. Seinasti hluti leiðarinnar er á malbiki.
Trakk
Garmin (raunhlaup)
Strava route
Fatmap
Nánari lýsing
Hlaupið er af stað frá Helgafellsskála mestmegnis eftir þokkalegum línuvegi með einstaka reiðleiðarútidúrum. Vaða þarf nokkra læki og tvær þokkalegar ár, Stóru-Laxá og Fossá sem getur náð manni upp að lærum þótt hún sé ekki mjög straumhörð á þessu vaði. Fossá er grýtt og ójöfn í undirlagi en mis vatnsmikil eftir árstíma. Fyrstu 11km er örlítil hækkun en síðan tekur að halla niður í móti það sem eftir lifir leggs. Eftir rétt rúma 19km er komið að gatnamótunum að Háafossi. Þar er tekinn smá vegis útursnúningur til þess að skoða fossinn. Farið er til baka að línuveginum og farið eftir góðum malarvegi dágóðan spöl. Í stað þess að fylgja veginum ofan í Hólaskóg er Línuveginum fylgt alveg niðureftir að Sultartangavirkjun og komið niður á þjóðveginn við Þjórsá. Síðustu 3km eru meðfram malbiki á þjóðveginum en leggurinn endar á gatnamótunum þar sem Þjórsárdalsvegur endar og Sprengisandsleið byrjar.
Til athugunar
Þessi leggur er frekar látlaus og liggur mestmegnis eftir þokkalegum malarslóðum en ekki hægt að komast þurrum fótum. Fossá er farartálmi fyrir aðra en upphækkaða bíla og því auðfarnara að koma að Helgaskála vestan megin.
Myndasöfn
Google myndalbúm frá 2021
Ferðasögur
Ferðasaga Óskars 14.ágúst 2021