top of page
180778311_10158109484028027_8440007240210414596_n.jpg

Leggur 7: Laugarvatn - Geysir - 30,6km

Áttundi leggurinn liggur frá Laugarvatni eftir gömlum slóðum og hluta af Kóngsveginum alla leiðina að Brúarfossi. Þá er farið eftir stígum og meðfram þjóðveginum uns komið er að Geysi.

Leiðarlýsing

Vegalengd

30,6 km

Hækkun/lækkun

514/489 m

Undirlag

Mold, gras, möl, malbik

Leiðin

Langir kaflar af stígum sem eru ósamtengdir. Farið eftir göngustígum, reiðstígum, troðningum, malarvegum og meðfram þjóðveginum.

Trakk

Garmin (raunhlaup)

Strava route

Fatmap

Nánari lýsing

Lagt er af stað frá göngustígaskiltinu við enda tjaldsvæðisins Á Laugarvatni. Farið er eftir göngustíg fyrir ofan hjólhýsabyggð og sniglast gegnum sumarhúsabyggð eftir slóðum og vegum uns ekki er annar kostur en að koma sér niður á reiðstíginn við þjóðveginn. Klambrast þarf í gegnum eina einkalóð til að komast í gegnum sumarhúsahverfið. Mögulegt væri að fara frekar fyrr niður að þjóðvegi.  Þjóðveginum er fylgt uns farið er upp að Golfvellinum Miðdalsvelli, hann þveraður gegnum eina sveitajörð (yfir eitt grindverk og skurð) uns komið er að fyrsta parti Kóngsvegarins. Þessi hluti Kóngsvegsins er að hluta til yfirgróinn birki en þokkalega fær með trakki samkvæmt fyrirrennurum. Komið er inn á betri stíg á 9 km uns góður reiðstígur tekur við ofan við Efstadal. Þaðan liggur Kóngsvegurinn eftir breiðri reiðgötu að Brúarfossi á 15. kílómetra. Þá er fínum slóðum fylgt gegnum sumarhúsabyggð, um Úthlíð uns fara þarf niður að þjóðveginum og yfir brúna yfir Andalæk (~21km). Eftir það er enginn annar slóði en reiðvegurinn í boði meira og minna alla leiðina á Geysi þar sem leggurinn endar við innganginn að Geysissvæðinu.

Til athugunar

Þessi hluti Langleiðarinn er er sá eini sem liggur í gegnum þéttbýlt svæði. Á þessu svæði eru lang flestir stígar frá norðri til suðurs og því þarf talsverða lagni til að finna leiðir sem ekki liggja bara beint við þjóðveginn. Þess vegna þarf á þremur stöðu að fara frjálslega með trakkið til þess að komast milli sígahluta.

Myndasöfn

Google myndalbúm frá 2021

Ferðasögur

Ferðasaga Óskars 16.maí 2021

20210516_122605.jpg
bottom of page