top of page
Capture.JPG

Leggur 8: Geysir - Helgaskáli 34,9km

Hlaupið er frá Geysi eftir þjóðveginum niður að Hvítá, upp Tungufellsdal og inn á línuveg Sultartangalínu. Honum er fylgt um hálfa leið yfir línuvegsheiðina uns komið er að Helgaskála.
Þessi hluti langleiðarinnar er því mestmegnis eftir þjóðvegi og malarvegum með þremur ám sem þarf að vaða, þar af getur Leirá verið erfið yfirferðar.

Leiðarlýsing

Vegalengd

34,9 km

Hækkun/lækkun

697/358 m

Undirlag

Möl og malbik

Leiðin

Þessi hluti langleiðarinnar er mestmegnis eftir þjóðvegi og malarvegum með  þremur ám sem þarf að vaða á seinasta hluta leiðarinnar.

Trakk

Garmin (raunhlaup)

Strava route

Fatmap

Nánari lýsing

Hlaupið er frá Geysi að mestu leiti eftir eða meðfram þjóðveginum fyrstu 10 km niður Hvítá þar sem farið er yfir brúna við Brúarhlöð. Þjóðveginum er fylgt uns beygt er inn á malarveg upp Tungufellsdal sem er skógi vaxinn dalur inn af bænum Tungufelli. Haldið er áfram eftir fáfarnari malarvegi sem breytist í hefðbundinn seinfarinn línuveg meðfram sultartangalínu 3. Hann liggur síðan áleiðis upp í móti, yfir nokkra læki og eina stærri á, Leirá, uns komið er nærri Stóru-Laxá. Þar endar leiðin við Helgaskála, miðja vegu milli Hvítár og Þjórsár.

Til athugunar

Þessi leggur er frekar látlaus og liggur mestmegnis eftir þokkalegum malarslóðum. Lækir og ár á línuveginum eru litlir farartálmar.

Myndasöfn

Google myndalbúm frá 2021

Ferðasögur

Ferðasaga Óskars 8.ágúst 2021

20210808_163223.jpg
bottom of page