top of page
176922299_10158093527708027_1370628428498268571_n.jpg

Leggur 6: Úlfljótsvatn - Laugarvatn 29km

Sjölundi hluti leiðareinnar frá Úlfljótsvatni að Laugarvatni. Leiðin liggur milli Úlfljótsvatns og Þingvallavatns, yfir Lyngdalsheiði, eftir Gjábakkavegi, gamla þingvallaveginum og niður á tjaldsvæðið á Laugarvatni.

Leiðarlýsing

Vegalengd

29 km

Hækkun/lækkun

871/926 m

Undirlag

Möl, gras, grjót, mosi, mold

Leiðin

Óstikað. Farið eftir reiðstígum, troðningum, malarvegum og stígum.

Trakk

Garmin (raunhlaup)

Strava route

Fatmap

Nánari lýsing

Leiðin hefst þar sem leggur 6 endaði, við bjölluna á hlaðinu við Skátamiðstöðina á Úlfljótsvatni. Þaðan liggur leiðin vinstra megin upp með Úlfljótsvatni eftir þokkalegum slóða inn á malarveg Landsvirkjunar og yfir Steingrímsstöð (6km), vatnsvirkjunina í enda Þingvallavatns. Þar er farið yfir Þingvallaveg inn á gamlan slóða sem liggur undir Lyngdalsheiðinni. Sá kafli er torfarin að hluta og getur verið blautur og drullugur að einhverju leiti ásamt nauðsynlegu þúfuskoppi. Eftir Lyngdalsheiðina er Gjábakkavegur þveraður (~16km) og haldið áfram upp eftir, upp á Litla-Reyðarbarm og gegnum Barmaskarð þar sem hápunktur leiðarinnar er. Trakkið gerir ráð fyrir að fara yfir reiðarbarminn eftir hryggnum. Nokkuð óljóst er hvaðan farið er niður á Gjábakkavegi en tveir stígar liggja samsíða sem þarf að hitta á eftir bestu getu. Eftir það liggur leiðin niður á við að Laugarvatnshelli (~21km) og niður á Barmaskarðsbraut, gamla þjóðveginn milli Þingvalla og Laugarvatns. Á þeirri leið er einn lítill lækur sem fara þarf yfir. Vegurinn er fínasti malarvegur sem síðan er fylgt alla leiðina niður að Laugarvatni en leiðin liggur um fallega leið í skógrækt uns komið er í mark á bílastæðinu við tjaldsvæðið á Laugarvatni.
Heildar vegalengdin er tæpið 30km með um 549m í uppsafnaðri hækkun í mjög fjölbreyttu undirlagi eftir stígum, götum, þúfum og gígbörmum. Engir þekktir lækir eru á leiðinni en á vorin og haustin má búast við umtalsverði vætu og drullu fyrsta hlutann yfir Lyngdalsheiði. 

Til athugunar

Þessi kafli leiðarinnar er ekki flókið að rata þó hafa þarf gætur þegar farið er yfir þjóðveginn tvisvar. Helsta torfæran er yfir Lyngdalsheiðna sem byggir á gömlum hestastígum með miklum skorningum, sem geta verið fullir af vætu og drullu nema yfir hásumarið. 

Myndasöfn

Google myndalbúm frá 2021

Ferðasögur

Ferðasaga Óskars 1.maí 2021

20210501_112458_sm.jpg
bottom of page