top of page
Screenshot 2023-01-05 221420.jpg

Langleiðin 11: Kvíslamót - Versalir 26,5km

Leiðin frá krossgötunum Kvíslamót eftir jeppaslóða fram hjá Kjalvötnum, austan við Stóru-Kjalöldu uns komið er að Sprengisandsleið aftur sem fylgt er að skálnum Versölum.

Leiðarlýsing

Vegalengd

26,5km

Hækkun/lækkun

552/478  m

Undirlag

Jeppaslóði, möl, sandur og möl

Leiðin

Þessi hluti langleiðarinnar er allur eftir jeppaslóðum og stígum. Eitt vað var á leiðinni sem venjulega er ekki til staðar og tvær sprænur sem sem var hægt að hoppa yfir. Á kafla eftir Kjalvötn verður vegslóðinn ógreinilegur og grófur sem sækist seint þangað til komið er aftur á Sprengisandsleið.

Trakk

Garmin (raunhlaup)

Strava route

Fatmap

Nánari lýsing

Fyrstu 10 kílómetrarnir leiðarinner eru á malbiki í vegkanti þjóðvegarins og hálfa leið upp að Búðarhálsvirkjun þar sem beygt er inn á jeppaveginn upp á Búðarháls. Uppi á næst hæsta punkti Búðarháls er magnað útsýni yfir fyrsta hluta Sprengisands og útsýni langt upp á Hálendi. Við tekur furðu skemmtileg leið með grófum malarslóðum, eyðilegum grjótköflum með nokkrum gróðurvinjum á milli. Á 20km er góður lækur en það er eina aðgengilega rennandi vatnið á þessum legg. Þótt umhverfið sé á vissan hátt eyðilegt er hlaupaleiðin frekar fljótfarin á þessum þokkalega slóða með ýmiskonar tilbreytingu á leiðinni. Góður kafli er niður í móti af Búðarhálsinum uns komið er að gatnamótum sem nefnast Kvíslamót. Vegalengd 31,12km.

Til athugunar

Jeppaslóðinn milli Kvíslamóta og Sprengisandsleiðar bæði austan og vestan Stóru-Kjalöldu er mjög torfarinn  með grófu grjóti, aurbleytu og pittum. Við mælum því ekki með akstri þessa leiðina nema á sérútbúnum bílum.

Myndasöfn

Ferðasögur

20210814_151644.jpg
bottom of page