top of page
Screenshot 2023-01-05 212645.jpg

Sprengisandsleið 10 - Kvíslamót 31,5km

Leiðin hefst við upphaf Sprengisandsleiðar, fetar sig upp eftir Búðarhálsi eftir gömlum jeppaveg þangað til komið er að krossgötunum Kvíslamót miðja vegu milli einskis og neins.

Leiðarlýsing

Vegalengd

31,5 km

Hækkun/lækkun

560/308 m

Undirlag

Malbik, jappaslóðar, möl og sandur

Leiðin

Þessi hluti langleiðarinnar er til að byrja með eftir malbikuðum þjóðvegi en stærsta hlutann á frekar þægilegum gömlum jeppavegi. Aðeins einn lækur var á leiðinni sem var hægt að hoppa yfir.

Trakk

Nánari lýsing

Fyrstu 10 kílómetrarnir leiðarinner eru á malbiki í vegkanti þjóðvegarins og hálfa leið upp að Búðarhálsvirkjun þar sem beygt er inn á jeppaveginn upp á Búðarháls. Uppi á næst hæsta punkti Búðarháls er magnað útsýni yfir fyrsta hluta Sprengisands og útsýni langt upp á Hálendi. Við tekur furðu skemmtileg leið með grófum malarslóðum, eyðilegum grjótköflum með nokkrum gróðurvinjum á milli. Á 20km er góður lækur en það er eina aðgengilega rennandi vatnið á þessum legg. Þótt umhverfið sé á vissan hátt eyðilegt er hlaupaleiðin frekar fljótfarin á þessum þokkalega slóða með ýmiskonar tilbreytingu á leiðinni. Góður kafli er niður í móti af Búðarhálsinum uns komið er að gatnamótum sem nefnast Kvíslamót. Vegalengd 31,12km.

Til athugunar

Jeppaslóðinn frá Búðarhálfsafleggjara að Kvíslamótum er ágætlega fær betri jeppum en afskaplega seinfarinn. Það tók um klukkutíma aðra leið að rúnta á Toyota Landcruiser og Suzuki Vitara en sá síðarnefndi var alveg á mörkunum að komast þar sem grjótið var úfnast.

Myndasöfn

Ferðasögur

20210814_151644.jpg
bottom of page