Langleiðin í 360°
Smelltu á [ ] hér fyrir neðan til þess að opna í fullscreen eða smelltu hér til að byrja á byrjun. Hægt er að skoða kortið í tölvu, síma eða í VR.
Sumarið 2021
Sumarið 2022
Sumarið 2023
Náttúruhlaupaleiðin: ferðalýsingar
Neðangreindar tillögur að langleiðarleggjum miðast við náttúruhlaup. Reynt er að halda vegalengdum milli 19 og 26 km að meðaltali og þannig að auðvelt sé að komast að upphafs- og lokapunkti. Miðað er við að fylgja stígum og gönguleiðum eins og hægt er en forðast akvegi og þjóðvegi. Leitast er við að fara sem stystu leið heilt yfir en ef áhugaverð náttúrufyrirbrigði eru nærri er gjarnan tekinn smá krókur til þess að skoða. Ekki er leitast eftir að fara upp á fjallstoppa nema þeir séu beinlínis á gönguleið. Það er síðan hvers og eins að vega og meta og fara sína leið. Leiðirnar hér eru ekki heilagar eða fastmótaðar en ætlaðar að veita innsýn og miðla reynslu. Ef ætlunin er að ganga þær eða hjóla er hægt að eiga við leiðarval til að fara styttra eða auðvelda undirlag.
Leggur 6: Hellisheiðarvirkjun -
Úlfljótsvatn ~28km
2020
Sjötti hluti leiðareinnar er frá bílaplaninu við Hellisheiðarvirkjun gegnum Innstadal, yfir heiðina niður að heita læknum í Reykjadal. Þaðan er farið um Grænsdal, upp á Álút og niðreftir niður í Grafning og loks Fossá. Síðasti spölurinn er eftir malarvegi inn að skátamiðstöðinni á Úlfljótsvatni.
Leggur 9: Geysir -
Helgaskáli 34,9km
2021
Hlaupið er frá Geysi eftir þjóðveginum niður að Hvítá, upp Tungufellsdal og inn á línuveg Sultartangalínu. Honum er fylgt um hálfa leið yfir línuvegsheiðina uns komið er að Helgaskála.
Þessi hluti langleiðarinnar er því mestmegnis eftir þjóðvegi og malarvegum með þremur ám sem þarf að vaða, þar af getur Leirá verið erfið yfirferðar.