top of page
Langleidin_6.jpg

Leggur 5: Hellisheiðarvirkjun - Úlfljótsvatn 29km

Sjötti hluti leiðareinnar er frá bílaplaninu við Hellisheiðarvirkjun gegnum Innstadal, yfir heiðina niður að heita læknum í  Reykjadal. Þaðan er farið um Grænsdal, upp á Álút og niðreftir niður í Grafning og loks Fossá. Síðasti spölurinn er eftir malarvegi inn að skátamiðstöðinni á Úlfljótsvatni.

Leiðarlýsing

Vegalengd

28.9 km

Hækkun/lækkun

1271/1474 m

Undirlag

Möl, gras, lækir, sandur, grjót, mosi, mold, leir, malbik

Leiðin

Stikað að eftir gönguleiðum á vegum OR. Hér fer leiðin út af hefðbundna Reykjaveginum.

Trakk

Garmin (raunhlaup)

Strava route

Fatmap

Nánari lýsing

Leiðin er eftir stikuðum gönguleiðum sem Orkuveitan hefur merkt og skipulagt. Lagt er að stað frá Hellisheiðarvirkjun eftir malbikuðum vegi upp að bílastæði neðan Sleggjubeinadals þar sem göngufólk leggur gjarnan. Farið er upp talsverðan bratta upp í Sleggjubeinaskarð þar sem gott útsýni er til baka yfir virkjunarsvæðið og inn að Innstadal. Innstidalur er grasi gróinn með grösugum engjum og vel gengnum stígum en þar hlykkjast lítil á sem þarf að fara yfir nokkrum sinnum. Það er erfitt að gera þurrum fótum nema lítið sé í ánni. Þaðan liggur leiðin framhjá Henglinum í áttina að Reykjadal. Komið er niður á malarveg milli tilraunaborhola. Þaðan er beygt inn að Ölkelduhálsi. Hægt er að fara stystu leið yfir hann en hér er kosið að fara neðri leiðina gegnum Klambragil og niður í Reykjadal þar sem hægt er að virða fyrir sér heita lækinn eða dýfa fótum ofaní. Frá Reykjadalnum liggur leiðin yfir háls niður í Grænsdal, fallegan dal ofan við Hveragerði. Þar er minna farið um og því stígurinn erfiaðir yfirferðar og auk þess óbrúuð á sem þarf að vaða. Um miðjan dalinn tekur leiðin að rísa og er talsvert brött brekka síðasta spölinn upp á Álút, hápunkt leiðarinnar. Þar er gott útsýni í góðu veðri. Frá Álút liggur leiðin meira og minna niður á við eftir hryggjum og melum uns komið er niður að Grafningsrétt í Grafningi. Þaðan liggur skemmtilegur stígur niður í móti innan um birkiskóga niður að Fossá. Síðasti spölurinn er eftir malarvegi í gegnum skátasvæðið á Úlfljótsvatni og endar við stóru bjölluna á bílastæðinu við skátaskólann á Úlfjótsvatni.

Til athugunar

Þessi kafli leiðarinnar er á köflum torfarinn, talsvert klifur og mjög krefjandi uns hápunkti er náð. Einnig eru þónokkrir lækir og ár sem ekki er gott að komast yfir þurrum fótum.

Á þessum legg er farið út af hefðbundinni gönguleið Langleiðarinnar sem liggur eftir Reykjaveginum upp að  Þingvöllum og síðan austur upp á hálendi. Hlaupaleiðin miðast við að halda sér niður á láglendi eins lengi og mögulegt er og tekur stefnuna í áttina að Laugarvatni og síðar Sprengisandi.

Myndasöfn

Google myndalbúm frá 2020

Ferðasögur

Ferðasaga Óskars 27.sept 2020

120309974_10157626381438027_200526263933
bottom of page