top of page
Langleiding_5.jpg

Leggur 4: Bláfjöll - Hellisheiðavirkjun

2020

Fimmti hluti leiðarinnar liggur upp fyrir Bláfjöll gegnum Lambafellshraun framhjá tveimur Eldborgum gegnum Lambafellsskarð, yfir Þrengsla- og undir Hellisheiðarveg og endar við Hellisheiðarvirkjun.

Leiðarlýsing

Vegalengd

19.9 km

Hækkun/lækkun

594/835 m

Undirlag

Hraun, grjót, möl, mold, mosi, gras

Leiðin

Stikað að mestu leiti eftir gönguleið sem kallast Reykjavegurinn.

Trakk

Garmin (raunhlaup)

Strava route

Fatmap

Nánari lýsing

Byrjað er í Bláfjöllum við skíðaskála Ullur. Hlaupaleiðin liggur frá skíðaskálanum inn eftir gönguskíðaleiðinni yfir mold og grófa möl upp fyrir Bláfjallahorn. Þar er farið upp á heiði og inn að innsta staðnum í dalnum þar sem gönguskíðabrautin, gjarnan nefnd Heiðin há liggur um. Þá tekur leiðin að halla niður á við eftir grófum stígum niður að grösugum lendum við Fjallið eina, lítið fell við leiðina. Frá krossgötum með yfirsýn yfir umhvefið liggur leiðin um Lambafellshraun framhjá Syðri- og Nyrðri-Eldborg sem vert er að fara uppá. Við enda eldborganna er gríðarstór hraungjá sem leiðir mann að úfnu hrauni, Háabruna. Það þarf að fara yfir en er frekar torfarið og magnað hraun. Næst er smá klifur, upp í Lambafellsskarð þar sem hægt sést loksins til Hellisheiðarvirkjunar og til baka yfir nær alla hlaupaleiðina. Þá er farið yfir Þrengsla og Hellisheiðarveg að Hellisheiðarvirkjun. Nokkur lækkun er á leiðinni í heildina en hún týnist í upp og niðurgangi á leiðinni.

Til athugunar

Fyrsti hluti leiðarinnar að Bláfjallabaki verður seint talinn áhugaverður eða spennandi en seinni hluti leiðarinna vegur það algjörlega uppi.

Myndasöfn

Google myndalbúm frá 2020

Ferðasögur

Ferðasaga Óskars 29.júní 2020

20200629_190656.jpg
bottom of page