top of page
langleidin2023-2.png

Langleiðin 15: Gjósta - Gæsavötn

Frá Gjóstu niður að Gjallanda og upp að Gæsavatnaskála

Leiðarlýsing

Vegalengd

26,3 km

Hækkun

265m

Undirlag

Jeppaslóðar : möl, sandur, steinar.

Leiðin

Þessi hluti Langleiðarinnar fylgir jeppaslóða frá Gjóstu niður að fossinum Gjallanda, yfir brú og síðan eftir söndugum jeppavegi upp að skálnum við Gæsavötn.  

Trakk

Nánari lýsing

Lagt er af stað skilti og bílastæðinu við Gjóstu. Hlaupið er niður í móti eftir grófum Jeppavegi. Vegurinn skiptir sér eftir nokkra kílómetra en litlu breytir hvort slóðinn er tekinn nema ætlað sé að koma við og skoða Hnífla, sem eru merkilegir stapar hægra megin á leiðinni.  Jeppavegurinn fer yfir tvo árfarvegi með smávegis vatni sem hugsanlega er hægt að tipla yfir ef vatnsmagn er lítið en þeir eru báðir grunnir að jafnaði. Eftir um 17 km er komið að fossinum Gjallanda. Farið er yfir handriðslausa trébrú til að komast yfir gríðar djúpt gil þar sem áin hefur grafið niður bergið. Þá er beygt til hægri eftir slóðanum sem liggur að Gæsavatnaskála. Hann er nokkuð á fótinn, uþb 100m upp og hlykkjast söndugur og mölóttur eftir hraunbreiðum og sandöldum uns Gæsavötn nálgast. Þá tekur umhverfið að grænka, vötnin blasa við og farið er yfir einn djúpan læk áður en komið er að skálanum.

Til athugunar

Þessi slóði er þokkalega auðfarinn og vel hlaupalegur.  Á gömlum kortum er að finna gamla veginn sem fór aðra og styttri leið í Gæsavatnaskála með því að fara yfir Rjúpnabrekkukvísl. Það eru einhver dæmi um göngufólk sem hefur farið þá leið. Það hefur hins vegar komið fólki í klandur því vaðið er ófyrirsjáanlegt og hafa bílar hafa verið hætt komnir og ferðamenn léturst þar 1984. Það var því ákveðið að hætta ekki á neitt og fara frekar veginn.

Myndasöfn

Ferðasögur

20210814_151644.jpg
bottom of page